Jessica Walsh og Tim Goodman eru grafískir hönnuðir frá New York. Þau hafa verið vinir í mörg ár og ákváðu að gera tilraun, tilraunin lýsir sér þannig að þau þurftu að deita í 40 daga. Reglurnar voru þessar: Þau þurfa að hittast daglega, fara á þrjú stefnumót í viku, svara spurningalista daglega, fara í parameðferð vikulega, fara í ferðalag vikulega og neita sér um að hitta aðrar manneskjur. Þau máttu ekki kyssa eða stunda kynlíf með neinum öðrum.

Á síðu verkefnisins segir að það taki fólk 40 daga að venja sig af slæmum ávana. Jessica og Tim ákváðu að prófa að lifa eins og par í 40 daga.

Jessica og Tim hafa allt aðra sýn á sambönd almennt, hún er vön að gefa sig alla í samband meðan hann er hræddur við skuldbindingar. Hér er myndband um þessa áhugaverðu tilraun þeirra:
[vimeo width=”600″ height=”325″ video_id=”67586897″]

SHARE