Vinir Metthew Perry hafa miklar áhyggjur af honum

Matthew Perry var rekinn úr meðferð 6. febrúar og vinir hans, úr þáttunum Friends, hafa miklar áhyggjur af honum.

„Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, David Schwimmer og Matt LeBlanc eru öll með áhyggjur og vilja hjálpa honum að ná bata,“ segir heimildarmaður RadarOnline en Matthew var tekinn inn í meðferð aftur daginn eftir. Þau hafa verið að fylgjast með hvernig gengur hjá honum og hafa meira að segja boðist til að borga fyrir hann meiri meðferð ef þess gerist þörf. 

Sjá einnig: „Þetta var bara geðveiki“ – Fyrrum kærasta Matthew Perry segir frá

Árið 1997 lenti Matthew í alvarlegu skíðaslysi sem olli honum miklum sársauka og varð hann í kjölfarið háður verkjalyfjum. Þetta sama ár fór hann í meðferð og var edrú í nokkurn tíma en fór í næstu meðferð 2001. Hann hefur barist við að vera edrú síðan þá.

 

SHARE