Víxlaði mörgþúsund börnum á fæðingardeildinni

Hjúkrunarkonan Elizabeth Bwalya Mwewa hefur nýlega sagt frá því að hún hafi reglulega víxlað börnum á fæðingardeildinni sem hún vann á. Hún segist hafa gert þetta sér til skemmtunar.

Elizabeth segir að þetta hafi átt sér stað þegar hún vann á University Teaching Hospital í Lusaka í Zambíu. Þetta er samt bara byrjunin á þessari frásögn hennar. Hún segist nefnilega vera með banvænt krabbamein og sé „muni deyja mjög fljótlega“. Hún vilji játa syndir sínar fyrir andlát sitt. 

“Ef þú fæddist á UTH spítalanum á árunum 1983 til 1985 eru líkur á að þú sért ekki blóðskyld/ur foreldrum þínum. Skoðaðu systkini þín, ef þau eru dekkri eða ljósari ertu eitt af þessum börnum sem ég víxlaði og mér þykir það leitt,“
sagði Elizabeth, samkvæmt Zambia Observer.
Nú eru uppi allskyns sögur um að þetta sé allt stórt gabb en það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli áfram.
SHARE