Vodafone er búið að gangsetja nýja þjónustu, Tímaflakkið

Vodafone er búið að gangsetja nýja þjónustu, Tímaflakkið.
Þjónustan mun standa öllum viðskiptavinum Vodafone með sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL til boða. Með Tímaflakkinu geta menn byrjað þætti upp á nýtt og ferðast allt að sólarhring aftur í tímann og horft á dagskrárliði sem sýndir voru á tímabilinu.
Ef fólk missir af hluta af uppáhaldsþættinum sínum er hægur leikur að byrja upp á byrjun aftur, það er óþarfi að bíða eftir að þátturinn klárist fyrst. Einnig er hægt að spóla fram og aftur í þætti sem horft er á með Tímaflakkinu, rétt eins og með efni sem er aðgengilegt á Leigunni.
Viðskiptavinir sem hafa hug á því að nýta sér þjónustuna þurfa að vera með Amino 140-myndlykilinn. Auðvelt er að skera úr um hvort það sér raunin: ef myndlykillinn er svartur Amino-lykill, þá býr hann yfir öllu því sem nauðsynlegt er til að nýta sér Tímaflakkið.
Sjónvarpsrásirnar sem styðja Tímaflakk eru tólf að svo stöddu, þær eru Rúv, Stöð 2, Skjár Einn, Stöð 2 Sport og Sport 2, Skjár Golf, sem og einnig Gullrásunum sex sem Vodafone býður upp á, það er DR1, BBC Entertainment, Discovery Channel, History Channel, Sky News og JimJam.
rásir
Sjónvarpsviðmótið sjálft gefur til kynna hvort eldri dagskrárliðir séu í boði í Tímaflakki eður ei, en einstaka dagskrárliðir eru ekki fáanlegir í gegnum þjónustuna vegna sýningarréttar viðkomandi sjónvarpsstöðvar, og eru þeir dagskrárliðir þá merktir sérstaklega.
Vodafone bindur vonir við að þjónustan komi viðskiptavinum sínum vel yfir sumartímann, nú er engin brýn þörf á að skokka heim til að ná uppáhaldsþættunum sínum.
Allar nánari upplýsingar hér
SHARE