Vont TV er hópur létt geggjaðra einstaklinga sem hafa húmor fyrir lífinu. Þau senda frá sér sketsa sem takast á við þjóðfélagið á einn eða annan hátt, stundum eru þetta hárbeittar ádeilur en jafnoft er grínið í ruglaðri kantinum.

Vont TV vill skapa umræður milli manna og hvetja til breyttra skoðana í ljósi breyttra tíma. Hópurinn gerir grín að samskiptum kynjanna, nútímanum, neyslusamfélaginu, staðalímyndum, fordómum og ýmsu öðru. Markmiðið er ávallt að gera daginn léttari!

Það nýjasta frá hópnum er myndband sem kallast “Nýjasta æðið” – Við heyrðum í Jórunni Steinsson sem er ein af krökkunum bakvið myndbandið: 
“Myndbandið er djúp ádeila á það hvernig við kvenmennirnir lítum á okkur og látum glepjast af grófri markaðssetningu og megrunar töfrabrögðum.” – Hér fyrir neðan getur þú horft á myndbandið.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”PNxieEPgWsE”]

Vont TV er fyrir þá sem þora og eru ekki viðkvæmir.
Inn á heimasíðu Vont TV mun birtast ýmislegt efni í formi vídjóa, pistla og viðtala, svo lítið eitt sé nefnt. Nýtt efni verður birt reglulega

Frumsýningarteiti

Miðvikudagskvöldið 17.júlí fer fram frumsýningarteiti Vont TV á Gamla Gauknum í boði Thule. Þá verða forsýndir nokkrir glænýir sketsar sem munu birtast á heimasíðunni næstu vikur og mánuði.
Bjór verður í boði fyrir þá gesti sem mæta tímanlega og hefst partýið klukkan 21:00. Þar mun snillingahópur Vont TV taka á móti þér með öl og nokkrir tónlistarmenn munu halda uppi stemmningu á svæðinu. Allir sem hafa gaman af svörtum húmor, og sérstaklega þeir sem kunnu að meta sketsinn “Nýjasta æðið” sem komst í 5000 skoðanir á einni nóttu, ættu að láta sjá sig.

Hér er heimasíða Vont Tv og hér er Facebook síða þeirra.

SHARE