17% Íslenskra barna eru beitt kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur

1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 strákum eru beitt kynferðislegu ofbeldi.

90% af þeim börnum þekkja gerandann.

Aðeins 1 af hverjum 10 segja frá ofbeldinu.

40% eru beitt ofbeldi af eldra barni eða ungling.

3% af þeim sem beita ofbeldinu eru konur.

80% af ofbeldinu gerist þegar barn er eitt með gerandanum.

Gerendur finnast í öllum stéttum þjóðfélagsins.

Hvað er kynferðisleg misnotkun ?
Kynferðisleg misnotkun á börnum er hvers kyns kynferðisathöfn milli fullorðins einstaklings og ólögráða einstaklings eða milli tveggja ólögráða einstaklinga þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Þegar fullorðinn einstaklingur eða eldra barn, neyðir, þvingar, sannfærir eða hvetur barn til að taka þátt í hvers kyns kynferðislegri snertingu – þá er það kynferðisleg misnotkun.

Kynferðislegt ofbeldi getur verið einn einstakur atburður eða viðvarandi ástand sem varir í mánuði eða ár. Til eru dæmi um kynferðislega misnotkun á börnum sem eru hluti af einhvers konar „helgiathöfnum“ og fela í sér nauðgun, líkamsárásir eða limlestingar á barninu. Vitanlega bregðast ekki öll börn eins við kynferðislegri misnotkun – og ekki eru öll tilvik kynferðislegrar misnotkunar nákvæmlega eins. Það breytir því ekki að kynferðisleg misnotkun á börnum hefur skelfilegar afleiðingar og öll kynferðisleg misnotkun á börnum er refsiverður glæpur samkvæmt lögum.  

Mig langar til þess að minna foreldra á að fræða barnið um kynferðislegt ofbeldi.
Ég mæli með því að allir foreldrar fái sér bók frá blátt áfram eða kynni sér heimasíðu þeirra.
Þar eru góð ráð að finna, myndband fyrir börnin og einnig boðið uppá námskeið.
Það er nauðsýnlegt að foreldrar séu meðvitaðir um það hvar barnið er, hjá hverjum, hverjir eru heima.
Spjalla við barnið, segja þeim hverjir einkastaðir þess eru og það megi enginn snerta þá.

Fræðum börnin okkar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here