25 ára kona lést frá eiginmanni sínum og 3 ja ára gamalli dóttur

Tuttugu og fimm ára gömul móðir og eiginkona drukknaði í baði á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Konan sem var pólsk og hét Anna Chmielewska flutti hingað til lands ásamt Andrzej Chmielewski, eiginmanni sínum, og þriggja ára dóttur þeirra í febrúar á þessu ári í leit að betra lífi, eftir því sem fram kemur í Fréttatímanum.

Anna Chmielewska var nýbúin að borða með þriggja ára gamalli dóttur sinni þegar hún brá sér í bað á föstudagskvöld fyrir viku. Anna, sem var flogaveik, fékk flogakast í baðinu og drukknaði. Dóttir hennar hringdi í föður sinn, Andrzej Chmielewski, eiginmann Önnu um leið og hún sá að móðir hennar hefði fengið kast og kallaði á hann að koma heim. Svona lýsir Alan Jones, vinur þeirra hjóna atburðarrásinni, í samtali við Vísi. Hann segir að Andrzej, vini sínum, líði mjög illa núna.

Andrezej stendur nú einn eftir með dóttir sinni en ofan á sorgina hefur hann miklar fjárhagslegar áhyggjur.
„Hann er mjög kvíðinn af þvi að þau eiga engan pening. Það kostar 800 þúsund krónur að senda jarðneskar leifar hennar heim til hennar með flugi,” segir Alan. „Hann fær enga hjálp frá stéttarfélaginu eða flugfélögum og því ákvað ég að kalla í fólk og óska að hægt verði að setja upp styrktartónleika fyrir þau,” segir hann. Styrktartónleikarnir verða á Spot í Kópavogi þann 10. október klukkan 20. Alan hefur beðið Margréti Eir, Haffa Haff, Bjartmar og fleiri um að koma fram á tónleikunum.
Við kvetjum alla að mæta á tónleikana og sína þeim stuðning sem þekktu Önnu.

Flogaveiki er íslenskt orð yfir epilepsy sem komið er úr grísku sögninniepilembanein og þýðir að grípa eða hremma.
Orðið flogaveiki er að mörgu leiti villandi þar sem um er að ræða margskonar einkenni frekar en afmarkaðan sjúkdóm.
Allir hafa meiri eða minni tilhneigingu til að svara ákveðnum áreitum með flogi en eru misnæmir.
Þegar fólk hefur tilhneigingu til að fá endurtekin flog er sagt að það sé flogaveikt.
Flogaveiki er líkamlegt ástand sem verður vegna skyndilegra breytinga á starfsemi heilans og kallast þessar breytingar flog.
Þegar heilafrumurnar starfa ekki rétt getur meðvitund einstaklingsins, hreyfingar hans eða gjörðir breyst um tíma.
Einkenni floga er því röskun á hreyfingu, skynjun, atferli, tilfinningu og eða meðvitund.
Flog eru oftast sjálfstýrð þ.e. kvikna og slokkna af sjálfu sér.
Flogaveiki hrjáir fólk af öllum kynþáttum um allan heim og getur byrjað hvenær sem er á mannsævinni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here