Hvaða starf hentar hverju stjörnumerki? – Vatnsberinn

Það er alltaf gaman að lesa allskyns um stjörnuspeki. Maður hefur eitthvað svo lúmskt gaman að því, sérstaklega ef manni finnst það eiga við mann og þá sem maður þekkir.

Vatnsberinn (20. janúar – 18. febrúar)

Vatnsberinn er með mikla ævintýraþrá og harðduglegur. Hann er frjálslegur og lætur ekkert sérstaklega vel að stjórn.

Starf: Vatnsberinn ætti að vera ljósmyndari, grafískur hönnuður eða tónlistarmaður.