Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?
Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.
Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember
Bogmaðurinn er týpan sem hjólar einn daginn og fer svo í köfun þann næsta. Það getur verið gaman fyrir maka hans en einnig mjög þreytandi. Bogmaðurinn hefur miklar væntingar en þær geta komið honum í vanda.
Stundum ætti Bogmaðurinn að leyfa maka sínum bara að vera heima þó hann sé að fara út að gera eitthvað. Það er ekki móðgun við lífstíl Bogmannsins. Hann verður bara að muna að það eru ekki allir jafn ævintýragjarnir og hann.