Apríl er mánuðurinn þar sem allt fer að lifna við og maður finnur að náttúran er að taka stakkaskiptum. Páskarnir og fermingar eru framundan og fólk hittir fjölskyldur og ættingja og þá er tilvalið að njóta.
Bogmaðurinn (22. nóvember – 21. desember)
Þú verður með mikinn drifkraft í apríl og gætir viljað taka áhættu, bæði í vinnu og einkalífi. Þetta er frábær tími fyrir ferðalög og fræðslu. Sambönd þín verða spennandi, en vertu viss um að þú gefir öðrum líka rými.