Stjörnuspá fyrir apríl 2025 – Fiskurinn

Apríl er mánuðurinn þar sem allt fer að lifna við og maður finnur að náttúran er að taka stakkaskiptum. Páskarnir og fermingar eru framundan og fólk hittir fjölskyldur og ættingja og þá er tilvalið að njóta.

Fiskurinn (19. febrúar – 20. mars)

Þetta er tími sjálfskoðunar og persónulegrar þróunar. Þú gætir átt erfitt með að taka ákvarðanir, en treystu innsæinu. Ástarlífið getur orðið innilegra ef þú ert tilbúin/n að opna þig. Fjárhagsmál krefjast skynsemi.