Stjörnuspá fyrir apríl 2025 – Krabbinn

Apríl er mánuðurinn þar sem allt fer að lifna við og maður finnur að náttúran er að taka stakkaskiptum. Páskarnir og fermingar eru framundan og fólk hittir fjölskyldur og ættingja og þá er tilvalið að njóta.

Krabbinn (21. júní – 22. júlí)

Þú finnur fyrir þörf til að ná meiri stöðugleika í lífi þínu. Ef eitthvað hefur verið að trufla þig í vinnu eða samböndum, þá er kominn tími til að takast á við það. Fjárhagsmál batna ef þú heldur skynsamlega á spilunum. Heilsan þín þarfnast athygli – góð næring og svefn skipta sköpum.