Apríl er mánuðurinn þar sem allt fer að lifna við og maður finnur að náttúran er að taka stakkaskiptum. Páskarnir og fermingar eru framundan og fólk hittir fjölskyldur og ættingja og þá er tilvalið að njóta.
Nautið (20. apríl – 20. maí)
Þú finnur fyrir aukinni orku í apríl, eftir rólegan marsmánuð. Apríl færir þér tækifæri til að byggja upp sjálfstraust og festa í sessi nýjar venjur. Fjárhagslega er þetta góður tími fyrir langtímaáætlanir, en hafðu varann á gagnvart óþarfa útgjöldum.
Ástarlífið getur verið innilegt og rómantískt, sérstaklega ef þú sýnir sveigjanleika og opinn huga.