Apríl er mánuðurinn þar sem allt fer að lifna við og maður finnur að náttúran er að taka stakkaskiptum. Páskarnir og fermingar eru framundan og fólk hittir fjölskyldur og ættingja og þá er tilvalið að njóta.
Tvíburinn (21. maí – 20. júní)
Apríl verður skemmtilegur mánuður og uppfullur af nýjum tengingum. Félagslífið blómstrar og þú gætir kynnst áhrifamiklum einstaklingum sem geta gefið þér ný sjónarmið í lífinu. Í vinnunni getur óskipulag valdið stressi, svo þú þarft að vera með skipulag og skýra forgangsröðun.
Ástarsambönd geta tekið óvænta stefnu – treystu innsæinu.