Áhrifarík æfing fyrir magavöðva!

Karen Birgisdóttir, sem deildi með okkur lífstílsbreytingu sinni í síðustu viku hér ætlar að gefa okkur góð ráð í vetur. Hér fjallar hún um aðferðir sem virka vel ef þú villt æfa magavöðva.

 

Það sem flestir gleyma í leitinni að flötum maga.

 

Flest viljum við nú að six packið blasi við fólki þegar við spröngum um á sundfötunum og auðvitað á flati maginn að fylgja með, er það ekki?
Það er akkúrat þetta sem flestir faila á.
Six packið myndast með magavöðvunum sem liggja ofan á innri magavöðvunum, en innri magavöðvarnir draga kútinn inn og gera hann sléttann, þetta gerist aðeins með þjálfun á þeim innri jafnt sem svokölluðu “six pack” vöðvunum.

Þessir vöðvar sjá því ekki bara um að halda bakinu sterku þegar við þurfum að bera mikinn þunga.

 

Áhrifaríkasta leiðin til að öðlast flatan maga er því með Ryksuguæfingunni!
Hægt er að framkvæma hana hvar og hvenær sem er. Gott er að stunda hana í bílnum, í sturtu, í skólanum eða í vinnunni.

 

Þú dregur einfaldlega naflann inn, í áttina að mænunni og heldur spennunni. Ekki gleyma að anda á meðan.

Ef þú hefur aldrei gert þetta áður ráðlegg ég þér að byrja að halda spennunni í 20 sek og gera 3 sett á dag, þrisvar sinnum í viku.
Eftir því sem vöðvarnir styrkjast getur þú lengt tímann og skipti sem þú framkvæmir æfinguna.

Gangi þér vel !

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here