Hvað er PMDD? Veldur pirringi, þunglyndi og kvíða

PMDD er ekki mjög þekkt hérlendis en það var skilgreint fyrst árið 1994. PMDD hefur verið þýtt á okkar ylhýra máli, sem „Sjúkleg fyrirtíðaspenna“ eða „tíðaröskun“ og einkennist af alvarlegum og sálrænum truflunum í tengslum við tímabilið fyrir blæðingar. Við munum bara nota skammstöfunina PMDD í þessari umfjöllun en PMDD stendur fyrir Premenstrual dysphoric syndrome.

PMDD er heilsufarsvandamál sem líkist fyrirtíðaspennu (PMS) en er alvarlegra. PMDD veldur alvarlegum pirringi, þunglyndi eða kvíða sem getur byrjað einni eða tveimur vikum fyrir blæðingar. Einkenni hverfa venjulega tveimur til þremur dögum eftir að blæðingar hefjast, en sumar konur gætu þurft lyf eða aðra meðferð til að draga úr einkennum sínum.

Talið er að um 3-8% kvenna á barnseignaraldri séu með PMDD en margar þeirra hafa verið greindar með kvíða og þunglyndi. Rannsóknir hafa þó sýnt að tíðnin sé mun meiri eða 13-18% kvenna á barnseignaraldri.

Hver eru einkennin?

Andleg einkenni

  • Viðvarandi pirringur eða reiði sem getur haft áhrif á fólk í kringum þig.
  • Depurð og vonleysi, jafnvel sjálfsvígshugsanir.
  • Mikil andleg spenna eða kvíði.
  • Taugaveiklun og óróleiki
  • Ofsakvíðaköst.
  • Skapsveiflur eða grátköst og lítið sjálfstraust
  • Skortur á áhuga á daglegum athöfnum og samböndum.
  • Erfiðleikar með skýra hugsun eða einbeitingu.
  • Vandræði með svefn, síþreyta eða svefnleysi.
  • Líður eins og allt sé í miklu stjórnleysi.
  • Gleymska.
  • Vænisýki.

Líkamleg einkenni

  • Þreyta eða orkuleysi.
  • Mikil matarlöngun eða ofát.
  • Líkamleg einkenni, eins og krampar, uppþemba, eymsli í brjóstum, höfuðverkur og lið- eða vöðvaverkir.
  • Hitaköst.
  • Uppþemba.
  • Bakverkir.
  • Harðlífi.
  • Krampar í vöðvum.
  • Svimi.

Hvað veldur og hverjir eru áhættuþættirnir?

Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hver orsök PMDD er. Flestir halda að það geti verið óeðlileg viðbrögð við hormónabreytingum sem tengjast tíðahring konunnar. Rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli PMDD og lágs serótóníns, efnis í heilanum sem hjálpar til við að senda taugaboð. Ákveðnar heilafrumur sem nota serótónín stjórna líka skapi, athygli, svefni og sársauka. Hormónabreytingar geta valdið lækkun á serótóníni, sem leiðir til einkenna PMDD.

Það eru líka nokkur atriði sem geta aukið líkurnar á að konur fái PMDD:

  • Ef konur eru með fjölskyldusögu um PMS eða PMDD
  • Ef konur eru með fjölskyldusögu um þunglyndi, fæðingarþunglyndi eða aðrar geðraskanir.

Greining

Ef þú ert með einhver af þeim einkennum sem nefnd eru hér að ofan, skaltu leita til læknisins. Hann mun fara PMDD einkennum skaltu leita til læknis. Hann mun fara yfir sjúkrasögu þína með þér og leggur fyrir þig ítarlegt próf. Hann mun líka gera próf til að komast að því hvernig þér líður tilfinningalega og andlega. Áður en læknirinn greinir þig með PMDD mun læknirinn ganga úr skugga um að tilfinningaleg vandamál, eins og þunglyndi eða kvíði sé ekki valdur að einkennum þínum. Þeir munu einnig útiloka aðra læknisfræðilega eða kvensjúkdóma, eins og legslímuflakk, vefjagigt, tíðahvörf og hormónavandamál.

Læknirinn getur greint þig með PMDD ef:

  • Þú ert með að minnsta kosti fimm af einkennunum hér að ofan.
  • Einkennin byrja 7-10 dögum fyrir blæðingar.
  • Einkennin hverfa fljótlega eftir að blæðingarnar hefjast.

Ef þú ert með þessi einkenni alla daga og ekkert breytist þegar blæðingar hefjast er ólíklegt að PMDD sé ástæðan.

Meðferðir við PMDD

Algengt er að eitthvað af þessum meðferðum séu notaðar:

  • Þunglyndislyf.
  • Hormónameðferð (eins og pillan).
  • Breyting á mataræði.
  • Regluleg líkamsrækt.
  • Vítamín og bætiefni.
  • Bólgueyðandi lyf

Sum verkjalyf sem þú getur keypt í apóteki eins og íbúfen og paratabs geta dregið úr einkennum eins og höfuðverk, eymslum í brjóstum, bakverkjum og krömpum. Þvagræsilyf, sem reyndar þarf lyfseðil fyrir á Íslandi eru góð gegn vökvasöfnun og uppþembu.

Það hjálpar sumum konum að bæta kalsíum í mataræði en B6 vítamín, magnesíum og L-tryptófan en við mælum auðvitað með að ræða við lækni, um hvaða bætiefni þú ættir að taka.

Það getur hjálpað sumum konum að tala við fagaðila um hvernig er best að takast á við PMDD. Slökun, hugleiðsla, svæðanudd og jóga geta hjálpað, en enn hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á því.

Heimildir: womenshealth.gov og hopkinsmedicine.org

Sjá einnig:

SHARE