Aron Einar er flestum kunnugur fyrir glæsilegan knattspyrnuferil þrátt fyrir ungan aldur, hann var nýlega valinn fyrirliði íslenska landsliðsins. Aron er atvinnumaður í fótbolta í Englandi en hann átti flottan feril með Coventry en gekk eftir það í lið við Cardiff City og hefur spilað þar í eitt ár.
Aron er Akureyringur í húð og hár, en hann nýtur þess að fara heim í frí og vera með fjölskyldu sinni og vinum.
Aron er ekki aðeins myndarlegur og góður í fótbolta heldur en drengurinn klár og ekki langt að sækja í húmorinn og grínið.

Fullt nafn: Aron Einar Malmquist Gunnarsson

Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: á lausu

Atvinna: Knattspyrnumaður

Hver var fyrsta atvinna þín?
Ég bar út Morgunblaðið, svo vann ég í Bónus í 2 ár áður en ég fór út

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárum þínum?
Já þegar ég snoðaði mig, var með strípur þegar ég var yngri og fólk hélt að ég væri rauðhærður (ekkert að því að vera rauðhærður samt) og ég vildi sanna fyrir fólki að ég væri ekki rauðhærður og snoðaði mig og það virkaði ekki alveg fyrir mig.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
já því miður

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Haha já ALLTOF oft, það er líka erfitt finnst mér að fara í klippingu í útlöndum því maður nær ekki að útskýra alveg hvað maður vill þannig að maður labbar oft út og hugsar með sér „nei þetta er vesen“

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Já af hverju gerir maður það alltaf!

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Ekkert sem eg get hugsað mér, ég verð mjög sjaldan vandræðalegur því ef eitthvað vandró gerist þá er eg fyrstur til að gera grín af sjálfum mér og hlæ

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
www.fotbolti.net

Seinasta sms sem þú fékkst?
„nenni ekki að svara þessum spurningum ég er að djamma hérna:D“

Hundur eða köttur?
Köttur

Ertu ástfangin/n?
nei

Hefurðu brotið lög?
Já því miður of oft

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei en hef fengið kökk í hálsinn

Hefurðu stolið einhverju?
Hafa ekki allir stolið einhverju?

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Það er oft sem maður hugsar með sér hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi þarna og þarna en ég hef það mjög gott og er mjög heppinn með það sem ég hef þannig að ég myndi segja engu.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Heima á Akureyrinni í rólegheitunum, horfi kannski á tattooin mín og hugsa hvað var ég að hugsa, neinei vonandi ekki:)

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here