
Íris Helga Jónatansdóttir er 37 ára gömul kona frá Reykjanesbæ sem hefur verið sökuð um margskonar áreiti á annað fólk, umsáturseinelti og skemmdarverk á eignum annarra. Menn hafa stigið fram og lýst margra mánaða umsátri og hrellingum frá Írisi og þegar Íris vildi fá að segja sína sögu ákvað ég að taka hana í viðtal á hlaðvarpi mínu, Fullorðins.
Til þess að varðveita nafnleynd eins og hægt er í þessum aðstæðum, vildi ég ekki nota nöfn mannanna sem um ræddi heldur notuðum við A, B og C.
Íris segir í viðtalinu sína upplifun á því sem hefur farið fram en þátturinn er aðeins opinn fyrir áskrifendur.
Hér má sjá brot úr þættinum fyrir áhugasama en Íris vill meina að hún sé saklaus af öllum ásökunum sem beinst hafa að henni.
Vangaveltur hafa verið uppi um geðheilsu Írisar en hún segir frá því í viðtalinu að hún hafi farið til geðlæknis sem hafi greint hana heila á geði.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.