Auðunn Blöndal: Á lausu

Auðunn Blöndal þarf ekkert sérstaklega að kynna en hann er okkur Íslendingum vel kunnugur.
Auddi eins og hann er oftast kallaður er athafnarmaður frá Sauðárkróki en búsettur í borginni þar sem
hann vinnur sem fjölmiðlamaður hjá 365.
Það er eiginlega ómögulegt að leiðast í kringum Audda en hann er með þeim fyndnari sem við þekkjum
ásamt því að vera einstaklega uppátækjasamur.

Fullt nafn: Auðunn Blöndal

Aldur: 32 ára en virðist hafa stoppað í þroska um 25 ára aldur…

Hjúskaparstaða: Einn, alltaf jafn gaman að svara þessari!

Atvinna: Fjölmiðlamaður hjá 365

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrir utan unglingavinnuna var það að keyra út brauði um allan Skagafjörð fyrir Sauðárkróksbakarí. Fékk líka að steikja kleinur þar og skúra, annað ekki!

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárum þínum? Nei var í jogginggalla til 19 ára aldurs! Átti einar gallabuxur og þær voru fyrir böll!

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ertu að reyna að vera leiðinleg hérna?????

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei en er með kæk að skoða alltaf í ísskápinn hvort sem ég er svangur eða ekki…

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar að móðir mín sendi mig í skólann 8 ára gamlan í USA í kanínujogginggallanum mínum sem amma og afi keyptu á Kanarí. Kom í ljós að þetta var Playboy galli sem þótti argasta klám í Suðurríkjunum og var hringt í múttu og hún látinn sækja þennan sora sem hún kallaði son í skólann!

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Vísir, Facebook, Twitter

Seinasta sms sem þú fékkst? Erpur að spyrja mig hvað mér fannst best í þættinum hjá honum Johnny Naz

Hundur eða köttur? hundur alla daga! Kettir eiga ekki sína stellingu einusinni…

Ertu ástfangin/n? Ekki þá nema af sjálfum mér sem hentar ágætlega þar sem ég er einn…og kannski ástæðan fyrir því líka

Hefurðu brotið lög? já keyrt of hratt

Hefurðu grátið í brúðkaupi? haha nei ekki ennþá !

Hefurðu stolið einhverju? Var stelsjúkur sem krakki og rændi öllu klinki og flöskum sem voru í opnum bílum í Breiðholtinu!

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Mundi fara á United leik áður en Cantona hætti!

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Sköllóttur, tanaður að segja einhverju liði útí heimi hallærislegar hetjusögur frá því að ég var í sjónvarpi!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here