Stjörnuspá 2021 – Bogmaðurinn

Velkomin/n til ársins 2021 kæri Bogmaður og til hamingju með að hafa lifað árið 2020 af. Þú hefur gaman að fróðleik og því að fá að læra eitthvað nýtt. Starfið þitt er því væntanlega ekki bara starf heldur þitt tjáningarform. Þú ert vön/vanur að leggja hart að þér og vaxa. Það er skiljanlegt að ástand seinasta árs hafi haft áhrif á andlega líðan þína. En það líka líklegt að þú hafir lagt enn harðar að þér og gert hvað sem er til að hjálpa til að við að hægja á útbreiðslu Vírussins. Á þessu nýja ári þarftu samt alvarlega að fara að setja þig í fyrsta sæti.

Þú verður að læra að tjá langanir þínar, sérstaklega þegar kemur að heilsu þinni og vellíðan. Þegar við tölum um heilsu erum við ekki að tala um mataræði eða að eltast við óraunhæfar kröfur samfélagsins heldur erum við að tala um að styrkja þig andlega og gera eitthvað sem styrkir huga þinn og sál.

Um mitt ár getur komið að lokum í einhverju eitruðu sambandi sem þú átt í. Það getur átt við um vin, elskhuga eða vinnufélaga. Mundu að anda inn og út um nefið og gera ekki hlutina enn verri með því að springa í loft upp á viðkomandi.

Allt árið muntu þurfa að einbeita þér að sjálfri/um þér svo þú getir verið besta útgáfan af þér fyrir samfélagið og fjölskyldu þína. Þegar þú átt afmæli skaltu gera eitthvað gott fyrir sjálfa/n þig og fara í nudd og passa þig á að hvíla þig.

Tímamót eins og áramót gera okkur kleift að líta yfir farinn veg og jafnvel endurskoða ákvarðanir sem við höfum tekið, kannski fljótfærnislegar ákvarðanir og gera enn betur. Njóttu allrar þeirrar ástar sem þér hlotnast á árinu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here