Stjörnuspá 2021 – Krabbinn

Velkomin/n til ársins 2021 og til hamingju að árið 2020 sé búið. Þú hefur verið mikið að sjá um aðra og verið klettur fyrir ansi marga. Það er komið að þér og þínum bata á nýja árinu.

Þú munt skoða öll þín sambönd á þessu ári. Vinasambönd, ástarsambönd og fjölskyldusambönd verða skoðuð og þau sambönd sem ganga ekki vel, er komin tími á breytingu. Það er nóg komið. Lifðu eftir þínum eigin gildum og notaðu orkuna í heilbrigð sambönd.

Þú lærir að standa á þínum eigin fótum á þessu ári og um það leyti sem þú átt afmæli, ættir þú að fara í frí ein/n eða að kaupa gjöf handa sjálfri/um þér.

Á meðan það er nauðsynlegt að enda sum vinasambönd er mikilvægt að stofna til nýrra sambanda. Leyfðu þér að setja fólki mörk og hættu að umgangast fólk sem lætur þér líða illa. Þú gætir uppskorið að eignast bestu vini lífs þíns í kjölfarið.

SHARE