Stjörnuspá 2021 – Ljónið

Velkomin/n til ársins 2021 og til hamingju með að hafa lifað af árið 20202þ Þetta ár mun fara mikið í það að laga það sem fór úrskeiðis á seinasta ári vegna Covid-19. Lífið heldur áfram. Það munu verða miklar breytingar á nýja árinu, bæði í einkalífinu og starfi þínu og þú munt þurfa að endurskoða allskonar samstarf.

Ljónin eru þekkt fyrir að elska athygli. Það þýðir það að þau eiga það til að taka alltaf það fyrsta sem þeim býðst. Hvort sem það hentar þeim til langstíma eða ekki. Þetta á við um bæði í einkalífinu og í starfi. Þú þarft að æfa þig í þolinmæði og að bíða eftir því sem þú átt virkilega skilið.

Þú þarft að passa þig á, samt sem áður, að taka ekki of dramatískar ákvarðanir þar sem þú þarft jú að eiga í þig og á. Ekki hætta í vinnu nema að vera með eitthvað annað.

Taktu eftir því hvaða fólk hefur góð áhrif á þig og hvaða fólk á það til að taka frá þér alla orku og skilja þig eftir eins og undna tusku. Það fólk þarf að fara. Ekki taka það fyrsta sem þér býðst, skoðaðu það sem er í boði fyrir þig. Þú ert algjör stjarna!

SHARE