Stjörnuspá 2021 – Meyjan

Velkomin til ársins 2021 kæra Meyja. Þú hafðir þetta af en þú ert uppgefin/n. Seinasta ár tók toll af þér eins og öllum öðrum en við tökumst öll misjafnlega á við streitu. Þetta ár á að vera tileinkað því að hugsa vel um þig sjálfa/n, eins og þú sérð um aðra. Þú lærir að setja mörk og að taka þér ekki of mikið í fang.

Leggðu áherslu á að hvíla þig og passa að drekka nóg vatn í byrjun ársins og um mitt ár verður góður tími til að kynnast einhverjum nýjum eða efla sambandið sem þú ert í nú þegar. Margir ganga í hjónaband á þessum tíma eða hefja sambúð

Mundu að breytingar eru ekki allar slæmar og í júní gætu orðið breytingar í starfi þínu. Það gæti verið að þú fáir stöðuhækkun eða nýtt starf. Leyfðu öðrum að gera afmælið þitt einstakt. Það gæti orðið eitthvað drama í lok árs svo þú þarft að safna upp orku í aðdraganda þess.

Ef þú ert í ástarsambandi sem er ekki að virka fyrir þig þarftu að sleppa tökunum af því. Það á enginn að vera í sambandi sem er ekki heilbrigt en oft er betra að hætta fyrr en seinna, ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.

Passaðu upp á þig og njóttu nýja ársins.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here