Stjörnuspá 2021 – Sporðdrekinn

Velkomin/n til ársins 2021 kæri Sporðdreki og til hamingju með að 2020 sé búið. Það eru allir að keppast við að láta sér líða betur og nú er sá tími kominn þar sem þú þarft að vinna bug á aðskilnaðarkvíðanum þínum. Þema ársins ætti að vera andlegur bati og sjálfstæði. Það þýðir ekki að þú megir ekki eiga í samböndum, hvort sem það eru vinasambönd eða ástarsambönd. Þetta þýðir bara að þú verður að vinna í traustinu þínu og afbrýðissemi og að gera þér grein fyrir hversu sterk/ur þú ert.

Við verðum að tala um ástarlífið þitt aðeins meira. Jafnvel þegar allt gengur svakalega vel, áttu það til að detta í óheilbrigða hegðun. Þetta eru varnarviðbrögð til þess að verja þig því þú ert mjög hrædd/ur við höfnun. En þú átt það til að vera þinn stærsti óvinur. Þú ert að skoða fyrrverandi maka kærasta/ustu þinnar á samfélagsmiðlum og fyllir huga þinn af óöryggi sem getur skemmt sambandið þitt. Þú verður að treysta. Í stað þess að leita sífellt að merkjum um að kærasti/a þín „sé ekki hrifin/n af þér“ leitaðu þá að merkjum um það gagnstæða.

Vertu þinn besti vinur. Svaraðu efasemdum þínum með svari sem besti vinur þinn myndi fá. Þú ert frábær og þarft að muna það alla daga.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here