Stjörnuspá 2021 – Vogin

Velkomin/n til ársins 2021 kæra Vog og til hamingju með að hafa lifað árið 2020 af. Þú ert eitt af loftmerkjunum og ert daðrari að eðlisfari og það á það til að láta fólk halda að þú takir lífið ekki alvarlega. Sannleikurinn er bara sá að Vogin er merki jafnvægis og samvinnu og þú gerir jafnan hvað sem er til að halda friðinn. Það gerir það að verkum að þú munt gera hvað sem er til að láta heilunina eftir árið 2020 ganga vel.

Á árinu 2021 verður þitt verkefni að læra að setja mörk til að vernda þig, á meðan þú vinnur vel að vanda. Það verður krefjandi verkefni en þú getur það! Þú ert komin/n á þann stað að þú getur átt heilbrigð sambönd, svo lengi sem þú leggur smá vinnu á þig við halda þeim við. Þú verður að læra að tjá tilfinningar þínar til þess að forðast misskilning og gremju. Traust er mjög mikilvægt í öllum samböndum en þú átt það til að vantreysta fólki sem á það ekki alltaf skilið.

Vinir og fjölskylda eru þér mjög mikilvæg allt árið um kring, en sérstaklega í lok árs 2021. Njóttu samverunnar og slakaðu á.

SHARE