Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Hrúturinn

Það verða einhverjar breytingar á fjármálum þínum í maí. Hvort sem þú sért að fara að hætta í vinnu til að fara að vinna sjálfstætt, eða sameina fjármál með maka þínum eða gera upp stórar skuldir, þá er margt að gerast. Þér gæti fundist þú orkulaus akkúrat núna, mundu þá að þetta ástand gengur yfir og um eða eftir miðjan mánuð munt þú fara að líkjast sjálfri/um þér aftur. Ekki láta hugfallast ef þér líður eins og ekkert sé að ganga upp því það er alls ekki raunin.

Í ástarmálunum er kominn tími til að vera svolítið eigingjörn/gjarn. Þú átt eftir að finna fyrir mikilli rómantík og þú skalt sleppa tökunum af því að gera plönin og leyfa öðrum að sjá um þau.