Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Sporðdrekinn

Þú munt uppgötva ýmislegt um sjálfa/n þig í maí. Þú færð tækifæri til að tengjast nýju fólki og fara að vinna með nýju fólki. Þetta tækifæri mun gera þér ljóst að þú þarft ekki að „vera allt fyrir fólk“ til að vera elskuð/aður. Hugmynd þín um þig sjálfa/n er að mótast og þú ert að fara að sjá þig í réttu ljósi. Fáðu útrás í því að fara út að hlaupa á morgnan, taktu vítamínin þín og finndu út hvernig þér getur liðið sem best í vinnunni þinni.

Í ástarmálunum er allt að verða skýrara fyrir þér. Þú ert að hætta að hugsa stanslaust „hvernig samband Á að vera“ og ert farin að slaka meira á og leyfa hlutunum að vera eins og þeir eru í þínu sambandi.