Drakk á hverjum degi í 18 ár

Colin Farrell hefur opnað sig opinberlega um hversu mikið hann drakk hér á árum áður. Hann fór í meðferð árið 2006 og segir hann að hann sé mjög hissa hversu mikinn tíma hann hefur núna eftir að hann hætti að nota áfengi og fíkniefni alla daga:

[quote]Núna hef ég 8 klukkustundir á dag sem ég hafði ekki áður, þegar ég drakk á hverjum degi í 18 ár. Líf mitt núna er heiðarlegt og raunverulegt og það er æðislegt.[/quote]

Colin hefur breyst mikið og er þakklátur fyrir breytinguna. Hann eignaðist son árið 2003 og segir hann að þá hafi hann tekið meðvitaða ákvörðun um það að breytast EKKI. Hann segist hafa ætlað að verða vinur sonar síns:

[quote]Eins og það hafi verið það sem sex vikna gamall sonur minn þyrfti á að halda, að faðir hans, 28 ára gamall áfengis- og fíkniefnafíkill sé besti vinur hans[/quote]

Colin segist hafa orðið á endanum þreyttur á öllu lygunum sem hann sagði og segist ekki hafa getað sagt satt í heilan dag í einu:

[quote]Ég gat ekki sagt satt. Ef ég borðaði kjúkling og baunir í kvöldmat þá sagði ég við fólk að ég hefði borðað steik og kartöflur, engin ástæða, bara vani. Orkan sem ég eyddi í lygarnar var rosaleg og á endanum var allt líf mitt orðið ein stór lygi.[/quote]

Í dag stendur Colin sig vel, hann sinnir syni sínum og fjölskyldu og á sér gott líf í dag. Vel gert!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here