53 ára Jennifer Aniston lítur ekkert smá flott út í mjög litlum brjóstahaldara – deilir baráttu sinni við ófrjósemi

JENNIFER Aniston klæddist pínulítlum brjóstahaldara þegar hún opinberaði ófrjósemisbaráttu sína. Leikkonan sem er 53 ára opnaði sig á dögum í viðtali og ræddi þar um um baráttu sína við að reyna eignast barn.

Jennifer, sem klæddist litlum svörtum Chanel brjóstahaldara fyrir myndatöku tímaritsins Allure, hefur aldrei rætt opinberlega um barnaeignir eða vandamál hennar við að eignast barn. Í nýlegu viðtali við Allure upplýsti Friends stjarnan að hún sé búin að reyna eignast barn síðustu 10-15 árin. „Öll þessi ár eftir ár af vangaveltum… “Þetta var mjög erfitt. Ég fór í gegnum glasafrjóvganir, drakk kínverskt te, bara þú veist nefndu það. Ég er búin að prófa allt,” sagði Jennifer.

„Ég lagði allt undir og ég hefði svo viljað að einhver hefði sagt mér:„ Frystu eggin þín. Til öryggis “ „Þú heldur bara að þetta verði allt í lagi . Svo hérna er ég í dag og skipið hefur siglt.“

“Ég finn í raun fyrir smá létti núna vegna þess að nú veit ég að þetta muni ekki gerast, “Get ég það? Kannski. Kannski. Kannski.” Ég þarf ekki að hugsa um það lengur.”

Jennifer sagði að hún hefði verið mjög ferildrifin á þessum tíma og það fóru af stað sögusagnir um að hún hafi skilið við fyrrverandi eiginmann sinn Brad Pitt vegna þess að hún vildi ekki stofna til fjölskyldu. „Ástæðan fyrir því að maðurinn minn yfirgaf mig, hvers vegna við hættum saman og enduðum hjónabandið okkar, var sú að ég vildi ekki barn. “Þetta var algjör lygi. Ég hef ekkert að fela ” Jennifer stefnir á að skrifa bók og deila baráttu sinni með öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama og hún. “Ég ætla að að skrifa um mína reynslu. „Ég hef eytt svo mörgum árum í að leyna þessu og tilraununum með glasafrjóvgunum. En það er bara svo fátt sem ég hef getað haft bara fyrir mig„

„Heimurinn býr til sögur sem eru ekki sannar, svo ég get alveg eins sagt sannleikann. “Mér líður eins og ég sé að koma úr dvala. Ég hef ekkert að fela.”

SHARE