7 hollywoodstjörnur sem hafa haldið framhjá

Stjörnurnar misstíga sig aldeilis eins og aðrir. Munurinn er bara sá að þegar þær gera eitthvað af sér fá allir að vita það. Hérna eru nokkur dæmi um stjörnur sem hafa haldið framhjá & upp um þær komist.

1. Kristen Stewart & Robert Pattison.

Því var haldið fram að þau væru hið fullkomna par, annað kom þá á daginn þegar upp komst að Kristen hafði átt í ástarsambandi við leikstjóra myndar sem hún lék í. Þau hafa þó tekið aftur saman og nú er bara að sjá hversu lengi það endist.

2.Ashton Kutcher & Demi Moore
Þau voru hið “fullkomna” par (þó að það sé augljóslega ekki til) voru mikið í fjölmiðlum & alltaf var talað um hvað þau væru ástfangin. Það voru sögusagnir uppi um meint framhjáhald Ashtons en þau hjónin sögðu ekkert til í þeim ásöknum. Það var ekki fyrr en Ashton tilkynnti það svo á twitter að samband þeirra væri á enda að allt varð brjálað í fjölmiðlum vestan hafs. Demi hefur átt í miklum erfiðleikum eftir sambandsslitin & dætur hennar meðal þeirra sem hafa gefist upp á henni. Ætli maður geti nokkuð skilið svona nema lenda í því sjálfur? ég held ekki


3. Sandra Bullock & Jessie James
Upp komst um framhjáhald Jessie & Sandra var ekki lengi að losa sig við hann, you go girl!
Jessie James fór svo fljótlega að halda við Kat von D – sem er manneskjan á bakvið LA ink


4. Tori Spelling
Hélt fram hjá þáverandi eiginmanni sínum Charlie Shanian með núverand eiginmanni & barnsföður Dean McDermott. Sambandið þeirra byrjaði ekki á góðum grunni þar sem þau voru á þeim tíma bæði að halda framhjá þáverandi maka. Í dag eiga þau nokkur börn saman & virðist sambandið ganga vel.


5. Tiger Woods & Elin Nordegren
Hver man ekki eftir þessum skandal? Það komst aldeilis upp um kappann. Hann hafði haldið við fjöldan allan af konum sem allt í einu fóru að koma fram í fjölmiðlum & segja frá sambandi sínu við golfsnillinginn. Elin losaði sig sem betur fer við hann og er vonandi sátt í dag.

6. Donald Trump & Ivana Trump
Donald hélt framhjá þáverandi konu sinni með Marla Maples. Ivana Trump tók hann aldeilis í bakaríið & gekk úr hjónabandinu með margar milljónir & fullt forræði yfir börnum þeirra þremur. Donald fékk að sitja eftir með viðhaldinu í nokkur ár í viðbót..

7. Jude Law & Sienna Miller
Jude Law hélt framhjá fegurðardísinni með barnfóstru barna hans. Sienna hefði kannski mátt sjálfri sér um kenna þar sem hún & Jude kynntust þegar hann var að halda framhjá sinni konu, með henni!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here