8 stjörnur sem eldast einstaklega vel

Það eru margar stjörnur í Hollywood sem ná hápunkti ferilsins og eftir ákveðinn aldur hverfa þær af sjónarsviðinu. Það er þó alls ekki í öllum tilvikum heldur eru sumar stjörnur sem verða bara vinsælli með hverju árinu sem líður.

Hér eru 8 dæmi um stjörnur sem eldast einstaklega vel:

8. Brad Pitt – 58 ára

Instagram will load in the frontend.

Það er eitt og hálft ár þangað til Brad Pitt verður sextugur! Þrátt fyrir það virðist Brad bara nokkuð ánægður með sig og hugsast getur. Hann kom með húðvörur fyrir bæði kyn á markað nýlega og að því tilefni sagði hann í viðtali við Vogue. „Mig langar að ekki að flýja aldurinn. Þetta er eittthvað sem við getum ekki flúið og ég væri til í að sjá samfélagið sætta sig aðeins betur við það.“

7. Naomi Campell – 52 ára

Instagram will load in the frontend.

Það getur ekki verið auðvelt að eldast í fyrirsætubransanum frekar en í leikarabransanum. Naomi hefur sagt frá því að eftir því sem konur eldist því minni farða ættu þær að nota: „Þegar við eldumst gildir lögmálið „less is best“ og þá er betra að gefa húðinni mikinn raka frekar en að farða sig með möttum farða,“ sagði Naomi í viðtali við Vogue í júní.

6. Sarah Jessica Parker – 57 ára

Instagram will load in the frontend.

Á seinustu árum hafa aðdáendur verið að koma með athugasemdir um hárið á Sarah Jessica Parker, af því að hún er farin að grána. Á endandum fann Sarah sig knúna til að koma svar við þessum athugasemdum: „Hvernig líður mér best í eigin skinni, er eitthvað sem ég hef hugsað meira um en fegurð og það að eldast, því það er raunverulega ekkert sem ég get gert í því að eldast,“ sagði Sarah.

5. Samuel L. Jackson – 73 ára

Instagram will load in the frontend.

Hvernig getur hann verið orðinn meira en 70 ára gamall? Hann lék fyrir stuttu í þáttaröðinni, The Last Days of Ptolemy Grey sem fjallar um mann sem er með heilabilun.

Þó hann leiki, í þáttunum, mann sem á að vera 91 árs sagði Samuel að hann tengdi mjög mikið við hann. „Ég verð eldri með hverjum deginum. Ég veit ýmislegt um að eldast, ég hef verið til svo lengi.“

4. Reese Witherspoon – 46 ára

Reese Witherspoon er yngsta manneskjan á þessum lista en hún var bara táningur þegar hún steig sín fyrstu skref í leiklistinni árið 1991 í The Man in the Moon.

Reese sagði það í samtali við InStyle Magazine í nóvember að aldurinn væri kostur en ekki galli. „Ég er 45 ára og ég veit hverjum ég vil eyða tíma mínum með og hverjum ekki. Það er einn af kostunum við það að eldast, ég hef svo mikinn frítíma fyrir sjálfa mig.“

3. Ringo Starr – 82 ára

Instagram will load in the frontend.

Ringo Starr hefur komið víða við og séð ýmislegt. Trommarinn frægi varð 82 ára í júlí og segist staðráðinn í því að halda áfram að gera tónlist svo lengi sem líkami hans leyfi það:

„Svo lengi sem ég get haldið á kjuðunum mun ég halda áfram. Þið munuð aldrei sjá mig setjast í helgan stein þegar kemur að tónlistinni.“

2. Halle Berry – 56 ára

Instagram will load in the frontend.

Þó Halle Berry sé orðin 56 ára er hún, að margra mati, ennþá ein fegursta kona heims. Ekki svo að það skipti hana nokkru máli.

Í samtali við AARP um líf hennar og feril, sagði Halle: „Ég sé hluti breytast í andliti mínu og líkama, en ég hef aldrei sett öll mín egg í sömu körfuna. Ég hef alltaf vitað að fegurð er eitthvað miklu dýpra en bara líkaminn sem þú gengur um í.

1. Meryl Streep – 73 ára

Instagram will load in the frontend.

Meryl Streep er ein af bestu leikkonum samtímans. Það er meira að segja oft sagt að fáir hafi átt jafn góðan frama í Hollywood og hún. Meryl segist vera mjög þakklát fyrir líf sitt í dag.

„Maður á að vera þakklátur fyrir að eldast,“ sagði Meryl fyrir nokkrum árum í samtali við Sixty and Me. „Lífið er svo DÝRMÆTT og þegar maður hefur gengið í gegnum að missa fullt af fólki, áttar maður sig á að hver dagur er gjöf.“

Heimildir: The things

SHARE