„Ég dó næstum því“ – Zac Efron útskýrir hvað í raun og veru kom fyrir andlitið hans

Snemma árs 2021 sprakk internetið vegna þess hversu öðruvísi Zac Efron virtist líta út miðað við fyrri ár. Kjálkinn hans virtist breiðari og virtist hann óþekkjanlegt fyrir suma. Vakti þessi útlitsbreyting orðróm um að Zac hefði gengist undir lýtaaðgerðir. Eftir meira en árs vangaveltur almennings kom fyrrverandi „High School Musical stjarnan“ fram og sýndi öllum hvers vegna við ættum aldrei bara gera ráð fyrir hlutunum. Án þess að hafa staðreyndir fyrir framan okkur.

Það var í apríl 2022 þegar hann kom fram á Earth Day! Söngleikurinn, framleiddur af Bill Nye. Þó að þátttaka Efron hafi verið stutt tókst honum að fanga mestu athyglina. Fólk fór strax af stað með hinar og þessar kenningar um hvað gæti hafa komið fyrir hann, og var lýtaaðgerð helsti orðrómurinn.

Það var ekki fyrr en í september 2022 sem við fengum loksins svör frá Efron sjálfum. Hann heldur sér að mestu leiti frá Internetinu og vissi í raun ekki af öllum þessum sögusögnum sem höfðu verið á kreiki og sagði hann í viðtali við Entertainment Tonight, „Mamma sagði frá þessu. Ég les eiginlega ekki internetið, svo mér er alveg sama.“

Zack opnaði sig um það sem raunverulega kom fyrir hann. Breytingar á kjálka hans stafa af því að hann varð fyrir slæmu slysi á heimili sínu. Hann rann til er hann var á hlaupum um heilmilið og meiddist illa á Kjálka og höku. Batinn var erfiður og leikarinn útskýrði að fyrir vikið hafi vöðvinn sem virkjast þegar við tyggjum, stækkað.

Þrátt fyrir þetta ömurlega slys og leiðinlegar sögusagnir sem fylgdu með, var Efron bjartsýnn og hafði ekki of miklar áhyggjur af kenningum aðdáenda sinna: „Þetta er fyndið. En þetta var samt hræðilegt að lendi í . Ég dó næstum því. En ég er góður núna.”

Instagram will load in the frontend.
SHARE