Einn frægasti rappari heims Takeoff skotinn til bana

Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í morgun. Samkvæmti TMZ var rapparinn ásamt frænda sínum að stunda fjárhættuspil fyrir utan keilusal í Houston, Texas. Ókunnugur maður kom að að þeim og skaut Takeoff sem lést af sárum sínum á staðnum.

Samkvæmt fréttamiðlum vestan hafs leitar lögreglan morðingjans og hefur yfirheyrt mörg vitni sem urðu af árásinni. Takeoff, sem hét réttu nafni Kirshnik Khari Ball var aðeins 28 ára gamall.

TakeOff setti mynd af sér á samfélagsmiðla fyrir utan keilusalinn aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann var myrtur.

SHARE