Ertu að nudda andlitið upp úr plasti?

Nú er uppi umræða hvort banna eigi notkun plastefna í snyrtivörum. Um er að ræða örlitlar plastkúlur í andlitsskrúbbum og hreinsikremum sem berast frá vaskinum og út í hafið. Áhrif plastsins á lífríkið í sjónum eru skelfileg en þar gleypa fiskarnir plastkúlurnar í stórum stíl og drepast í kjölfarið.

Plastið ber yfirleitt heitið „polyethylene“ eða „polypropylene“ og er talið skaðlaust mönnum. Rannsóknir á því sviði eru þó eitthvað takmarkaðar. Kannski liggur beinast við að velta því fyrir sér hvort manni finnst geðslegt að nudda andlitið með plasti eða ekki.

Samkvæmt The New Scientist er Illinois í Bandaríkjunum fyrsta fylkið sem hefur lagt bann á snyrtivörur sem innihalda plastkúlurnar vegna mengunaráhrifa.

plast2
Hér má sjá magnið af plastkúlum í hverri túpu fyrir sig

Á heimasíðunni Beat the Microbead má nálgast lista yfir þær snyrtivörur sem innihalda plastkúlurnar en um er að ræða nánast alla tiltæka skrúbba sem eru á markaðnum í dag. Vilji fólk komast hjá því að nota skrúbba með plastinu eru lífrænt vottaðar snyrtivörur einn kostur þar sem náttúruleg hráefni eru notuð í framleiðslunni.

SHARE