Það er virkilega óþægilegt að ætla sér að fara að sofa þegar maður er svangur. Garnagaul er ekki að hjálpa manni við að festa svefn. Það er búið að segja manni aftur og aftur að ekki sé gott að borða fyrir svefn og það valdi þyngdaraukningu.

Hér eru 5 millimál sem þér er óhætt að borða fyrir svefn:

Maís

Borðaðu soðinn maís, ekki úr dós. Maís er góður fyrir heilsuna og getur lækkað kólestról. Ekki setja fullt af smjöri og salti því þá eyðileggur þú þessa heilsusamlegu máltíð. Mátt setja smá en ekki of mikið.

Ostur og vínber

Smávegis ostur er ekki mjög fitandi en getur veitt þér unað og smá fyllingu í magann. Það er gott að fá smá vínber með ostinum því þau er full af melatónin sem hjálpar þér að sofa.

Egg

Egg innihalda amin sýrur sem seðja hungur. Þú getur gert „egg Benedict“ eða einfaldlega bara harðsjóða eggið.

Kalkúnn

Kalkúnn er fyrir þá sem vilja þyngri máltíðir. Hann er próteinríkur og meltist auðveldlega.

Hummus og grænmeti

Hummus er gerður úr kjúklingabaunum og þær eru fullar af B6 vítamínum. Dýfðu gulrótum, gúrku eða kúrbít í hummusinn og njóttu vel.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE