Flottur rass og fótleggir í heitapottshjólinu – Myndband

Ef þú ert manneskja sem fílar það ekki að verða sveitt/ur og klístruð/aður á hjólinu í ræktinni þá er þetta hjól fyrir þig. Það heitir FitWet og kemur frá fyrirtæki í Flórida.

Á meðan þú hjólar er hjólið að vinna á appelsínuhúðinni fyrir þig

Þetta gerir allt fyrir þig sem þú vilt fá útúr því að hjóla og gott betur því framleiðendur hjólsins segja að þetta hjóli gefi þér 12 sinnum meiri árangur heldur en á venjulegu hjóli.

Þegar þú hjólar ertu á sama tíma að brenna og styrkja vöðvana í rass og lærum og að auki vinnur hjólið á appelsínuhúð meðan þú ert að hjóla. Auk þess ertu baða þig á meðan þú ert að æfa. Æðislegt!

Á hjólinu er snertiskjár, púlsmælir, kaloríuteljari, flöskuhaldari og auk þess kemur handklæði með öllum hjólunum.

Erum við að tala um jólagjöfina í ár?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here