Fyrrverandi kærasti Sharon Stone hætti með henni vegna þess að hún vildi ekki bótox

Sharon Stone sagði nýverið að fyrrverandi kærasti hennar hafi slitið sambandinu vegna þess að hún neitaði að fá sér bótox. Basic Instinct stjarnan hefur valið og sæt sig við að eldast eðlilega frekar en að snúa sér að botox eða lýtaraðgerðum til að reyna að snúa klukkunni til baka. Hins vegar virtust ekki allir í lífi hennar verið ánægðir með þá ákvörðun. Stone opnaði sig fyrir Vogue í ágúst á þessu ári og um að hennar fyrrverandi hefði spurt hana hvort hún vilji ekki fá sér bótox. Hún svaraði: „Það væri líklega mjög gott fyrir þitt eigið egó og hugsanlega mitt ef ég gerði það.

Stone sagðist hafa séð sinn fyrrverandi aðeins einu sinni síðan þau hættu saman „Ég sá hann einu sinni eftir þetta og þá hafði hann engan áhuga á mér lengur“ sagði hún. “Ef þú virðir mig ekki meira en þetta, máttu vinsamlegast finna leiðina að útganginum.” Leikarinn sagði að bótox hafi breyst úr „sætan lúxus“ í „stórfellda sársaukafulla fíkn“ eftir að hún fékk heilablóðfall.

Hún sagði: „Það komu tímabil þegar ég fékk mér bótox og fylliefni og svoleiðis, svo fékk ég þetta mikla heilablóðfall og níu daga heilablæðingu. Ég þurfti að fá yfir 300 sprautur af bótox og fylliefni til lyfta annarri hlið andlits míns aftur upp.” Stone er ekki eina frægi leikarinn sem hefur tjáð sig um bótox, því fyrr í þessum mánuði hvatti hrekkjavökustjarnan Jamie Lee Curtis aðdáendur sína að „að láta andlitið á sér vera“.

Nýlega hjá TODAY deildi Curtis ráðunum sem hún gaf dætrum sínum Annie, 35, og Ruby, 26, um að eldast. láttu andlitið á þér vera sagði hún áður en hún viðurkenndi að hafa gengist undir aðgerðir í fortíðinni en komst að því að hún var síður en svo ánægð með niðurstöðurnar. Hún hélt áfram: “Ég fór í lýtaaðgerð. Ég setti bótox í hausinn á mér. Lætur bótox stóru hrukkana hverfa? Já. En þá lítur þú út eins og plastfígúra.”

Og í viðtali við Fast Company í fyrra sagði hún: „Núverandi þróun fylliefna og aðferða, þessi þráhyggja og það sem við gerum til að „laga“ útlit okkar er að þurrka út kynslóðir af fegurð. Þegar þú hefur ruglað í andlitinu geturðu ekki fengið það aftur.” Hún opinberaði einnig hræðilegar afleiðingar þess að fara í lýtaaðgerð. „Ég prófaði lýtaaðgerð og það virkaði ekki,“ sagði hún. „Það gerði mig háða Vicodin. Ég hef núna verið edrú í 22 ár.”

SHARE