Leikarinn Johnny Lewis sem kom fram í þáttunum vinsælu O.C og núna nýlega Sons of anarchy fannst látinn ásamt eldri konu. Lögregluyfirvöld segja að hann hafi fundist látinn við innkeyrslu gömlu konunnar og þegar lögreglan rannsakaði húsið fannst 70 ára gömul kona látin inn í húsi sínu og allt bendir til þess að hún hafi myrt. Eins og staðan er núna er talist að leikarinn tengist morðinu á gömlu konunni en ekki er vitað um tengsl þeirra á milli en lögregla heldur að Johnny hafi hugsanlega verið að leigja hjá konunni.

Nágrannar sögðust hafa heyrt öskur koma frá húsinu og séð leikarann ráðast á tvær aðrar manneskjur fyrir utan húsið fyrr um daginn. Nágrannar segja að hann hafi svo klifrað upp á þak en ekki er vitað hvort hann stökk af þakinu eða hvort honum var ýtt niður. Lögreglan mun rannsaka málið og vonandi vitum við meira á næstu dögum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here