Kim stóðst ekki mátið og tróð sér inní myndatökurnar þegar hún sá hverjar voru módel

Kim Kardashian stóðst ekki mátið við myndatökur á nýju vörum frá SKIMS fatalínu Kardashian og óð hún inní miðja myndatöku til þess að fá að vera með. Hún sagði á Instagram að hún hefði ekki átt að vera í þessari SKIMS herferð en ég kíkti við Þegar hún sá svo Tyru, Heidi, Alessandra og Candice sitja fyrir varð hún að fá að vera með í þessu goðsagnakennda hópi.

Í nýja þættinum af The Kardashians deilir Kim Kardashian hugmyndum sínum um að fá nokkrar af uppáhalds undirfatafyrirsætunum sínum (Tyra Banks, Heidi Klum, Alessandra Ambrosio og Candice Swanepoel) í „Icons“ herferð fyrir SKIMS línuna sína.

Í þættinum eru upptökur frá myndatökunni, þar á meðal augnablikið þegar Klum stingur upp á því að Kardashian sitji fyrir með þeim. Eins og Kardashian segir: „Ég var í rauninni ekki búin að plana það, en ég gat ekki hafnað því. Ekki við hlið þessara kvenna.” „Ég ætla að eiga heiðurinn af því að Kim fór úr fötunum fyrir þetta skot? segir Klum við myndavélina þegar þau búa sig undir að taka myndirnar. Á einum tímapunkti spyr dóttir Kardashian, North, hvers vegna hún sé í háum hælum. Kim sagði að það væri nú einföld skýring á því. Hún væri miklu lægri en hinar konurnar.

Instagram will load in the frontend.


SHARE