Klámstjarnan Adriana Chechik komst að því að hún væri ólétt eftir að hafa bakbrotnað

Hinn 30 ára gamla fyrrum klámstjarna og tölvuleikjaspilari varð fyrir slæmu slysi á tölvuleikjamóti TwitchCon þegar hún hoppaði ofan í svampgryfju í San Diego 9. október síðastliðinn. Á myndbandinu sést augnablikið þegar hún slasaðist í bakinu og átti hún í miklum erfiðleikum með að komast upp úr gryfjunni. Eftir slysið tísti Adriana: „Jæja, ég bakbrotnaði á tveimur stöðum og ég er að fara í aðgerð . „Sendið mér stuðning.“

Checkhik hefur nú streymt á Twitch í fyrsta skipti eftir atvikið og upplýst að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt. Fyrrum fullorðinsstjarnan sagði: „Mér er alveg sama, það munu allir hvort sem er frétta þetta,en ég var ólétt, hehe, og ég komst ekki að því fyrr en ég var á spítalanum. „Ég er ekki lengur ólétt vegna aðgerðarinnar. Ég gat ekki haldið barninu og hormónarnir eru að fara uppúr fjandans þakinu vegna þess.“

Chechik útskýrði ferlið við aðgerðina og hrósaði læknum fyrir hvernig þeir földu saumana. Hún sagði: „Ég var send á sjúkrahús þar sem voru einir af fremstu taugaskurðlæknateymum í heimi. „Þannig að ég var með átta læknateymi sem önnuðust mig í fjóra daga á sjúkrahúsinu fyrir aðgerðina.

„Þeir stóðu sig ótrúlega vel. Saumarnir voru gerðir innanfrá. Þar sem ég er fyrirsæta sagði ég „Getið þið gert eitthvað til að fela saumana?“.“ Þrátt fyrir vel heppnaða aðgerð sagðist Chechik enn þjáist af aukaverkunum eins og mæði og þreytu.

SHARE