Lindsay Lohan keyrði á gangandi vegfaranda undir áhrifum áfengis?

Fyrr í dag greindum við frá því að Lindsay Lohan hafi enn og aftur verið handtekin. Í þetta skiptið var hún að reyna að leggja í stæði þegar hún klessti á gangandi vegfaranda sem var síðar fluttur á spítala. Nýjustu fregnir herma að Lindsay hafi verið drukkin þegar atvikið átti sér stað. Vitni segir “Hún lyktaði af áfengi og var þvoglumælt”
Lindsay hefur nú þegar komið fram í fjölmiðlum og sagt að atvikið hafi ekki átt sér stað. Miðað við undanfarin ár hjá stelpunni tekur fólk lítið mark á því, enda oft komist í kast við lögin. Ætli hún eigi eftir að fá annan fangelsisdóm?

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here