Sló hann í andlitið eftir að hann bað hennar

Það var nóg um dramatík á hafnarboltaleik á milli Toronto Blue Jays og Boston Red Sox í síðustu viku. Það hafði þó ekkert með sjálfan leikinn að gera heldur það sem gerðist uppí áhorfendpöllunum. Einn bjartsýnn áhorfandi ákvað að þarna væri gott tækifæri til að tjá ást sína á kærustu sinni og biðja hennar. Ungi maðurinn kraup á hnéin og muldraði „Ég elska þig“ við kærustu sína. Á vellinum brutust út mikil fagnaðarlæti og lófaklapp og unga konan var varð himinlifandi úr gleði…….í örfáar sekúndur.

En í stað þess að biðja hennar með fallegum gull eða demants hring, sem hún hefði væntanlega þegið með þökkum, dró maðurinn fram sleikjó-hring. Stúlkunni var greinilega brugðið og brást ansi harkalega við og sló hún hugsanlega fyrrverandi kærastann sinn í andlitið. Hún kastaði einnig drykknum sínum yfir hann. Myndbandið hefur síðan farið eins eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Margir hafa lýst samúð sinni með stúlkunni og halda því fram að gjörðir mannsins væru ljótar og niðurlægjandi innan um allt þetta fólk. Það sem byrjaði sem praktískur brandari gæti nú hafa kostað manninn sambandið.

SHARE