Stjörnurnar bera líka sín ör – Myndir

Næst þegar þú lítur gagnrýnum augum á sjálfa/n þig í spegli, mundu þá að allir hafa sín sérkenni og það sem þér finnst vera galli finnst öðrum bara vera þitt sérkenni.

Stjörnurnar hafa líka sín ör eins og þessar myndir sýna.

Sandra Bullock datt þegar hún var 11 ára og var að klifra í klettum. Þá fékk hún þetta ör fyrir ofan vinstra auga

Tvítugur lenti Harrison Ford í bílslysi þannig að hann fékk ör á hökuna
Michael K. Williams lenti í slagsmálum á bar þegar hann var 25 ára og hann er með ör frá enni og niður fyrir höku hægra megin

Vilhjálmur prins fékk golfkylfu í höfuðið þegar hann var bara barn og fékk þá þetta ör á ennið
Tina Fey varð fyrir árás þegar hún var barn, af óþekktum manni, sem varð til þess að hún fékk ör á kinnina
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here