Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Hrúturinn

Það hefur verið brjálað að gera hjá þér seinnipartinn í maí, á öllum vígstöðvum, hvort sem það er heima, í vinnu eða félagslífinu. Það hefur alveg verið gaman, en þetta hefur verið aðeins of mikið. Þú ert oftast hrifin af því að hafa nóg að gera og vera mikið á ferðinni og ert alltaf til í að prófa nýja hluti, en þú gætir fundið fyrir örlítilli þreytu eða bugun í byrjun júní. Þetta lagast samt mjög fljótt í júní og þú ferð að slaka meira á.

Um miðjan mánuð fer samt að verða nóg að gera hjá þér aftur í félagslífinu. Þú munt finna fyrir þeirri hvöt að langa til að prófa nýja hluti og gæti það verið einfaldlega að prófa nýja tíma í ræktinni eða eitthvað enn metnaðarfyllra. Seinni hluta mánaðarins verður þú mikið í því að eyða tíma með fjölskyldunni og þínum nánustu vinum og njóta þess alveg í botn.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com