Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Krabbinn

Þessi mánuður snýst um að læra hvenær þú ættir að stíga út fyrir þægindarammann. Hafðu það mikla trú á þér að þú hikar ekki við að stíga inn í stjórnunarstöður í vinnunni, jafnvel þó það sé erfitt í fyrstu. Ekki hugsa alltof mikið um peninga því það eru margir hlutir í lífinu mikilvægari en að eiga fullt af peningum. Það eru einhverjar breytingar í kortunum varðandi heimilið sem getur bent til þess að þú sért að fara að flytja.

Það eru góðar líkur á því að þú sért að fara að styrkja tenginguna við fjölskyldumeðlimi sem þú áttar þig á að þú hefur gleymt að rækta sambandið við. Þú færð tækifæri til að nota meðfædda hæfileika þína og munt vaxa sem manneskja. Hlustaðu alltaf á þína innri rödd.