Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Hrúturinn

Þú hefur verið uppfull/ur sjálfstrausts og hefur fundið til löngunar til að vera í sviðsljósinu. Það mun vera þannig áfram og í kringum 1. apríl muntu vera alveg í skýjunum með nýtt og metnaðarfullt verkefni, sem snýr annað hvort að heilsu þinni eða vinnu.

Fjármál verða þér ofarlega í huga í apríl sem og svo oft áður. Þú ættir að eltast við alla þína villtustu drauma en passaðu bara að ásetningur þinn sé góður. Þú ert með mikið keppnisskap sem mun koma þér yfir endalínuna, en keppnisskapið getur líka orðið til þess að þú dettir í að fara að sýna þig og getu þína fyrir öðrum.

Það er einhverskonar samband að fara að taka enda og getur það átt við vinasambönd, vinnusambönd eða ástarsambönd. Hvað sem það er, þá þarftu að æfa þig í að vera ekki alltof stjórnsöm/samur og reyna að stjórna útkomunni. Leyfðu hlutunum að gerast á náttúrulegan hátt.