Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Vogin

Það mun eitthvað renna upp fyrir þér í þessum mánuði. Eitthvað sem þú hefur ekki tekið eftir hingað til. Hvort sem það er tengt sambandinu þínu eða vinnunni, þá muntu sjá hlutina í réttu ljósi. Þú getur bætt allar aðstæður ef þú bara hlustar á hjartað þitt og innsæi og tekur það alvarlega.

Það mun ýmislegt koma þér á óvart í júní og þú gætir viljað kanna ókunnar slóðir, hvort sem það er í nærumhverfi þínu eða á fjarlægum slóðum. Ef það er eitthvað sem þú hefur viljað deila, er tíminn til þess núna. Hvort sem það er í ástarlífinu, fjölskyldu eða besta vin, þá er tími til kominn að fella niður allar varnir og vera berskjalduð/aður. Þú þarft að læra að setja mörk og láta engan vaða yfir þig.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com