Svona líta „Shining“ tvíburasysturnar út 42 árum síðar.

Hver man ekki eftir hræðilega ógnvekjandi tvíburunum úr kvikmyndinni The Shining……trúlegast mest „creepy“ tvíburar kvikmyndarsögunar. Þær voru leiknar a Louise og Lisa Burns sem þá voru 12 ára gamlar. Nú 54 ára eru Louise og Lisa systurnar ekki nálægt því að vera eins ógnvekjandi og systurnar sem ásóttu Overlook Hotel í kvikmynd Stanley Kubrick frá 1980.

Árið 2019 ræddu systurnar um þessa klassíska hryllingsmynd og vildu þær meina að þær væru bara„náttúrulega hræðilegar“. Þær sögðu Cosmopolitan: “Við erum náttúrulega skelfilegar en við æfðum tímasetningu okkar og að segja hlutina í takt ” Myndin var byggð á skáldsögu eftir meistara spennusagna, Stephen King. Jack Nicholson lék þar Jack Torrance, húsvörð sem varð andsetinn þegar hann sá um afskekkt hótel þar sem tvær litlar stúlkur höfðu verið myrtar. Tvíburarnir birtust síðan fyrir framan Danny syni Jack þegar hann hjólaði um ógnvegjandi ganga hótelsins á reiðhjóli sínu.

Í þessu klassíska atriði úr myndinni sjást skelfilegu systurnar standa við enda gangsins og segja: „Komdu og leiktu með okkur, Danny.“ En þó myndin sjálf sé ansi ógnvekjandi segjast systurnar Louise og Lisa aldrei hafa verið hræddar við tökur myndarinnar.

„Við sáum fólk með frekar ógnvekjandi förðun, en okkur leið alltaf meira eins og við værum í fínni veislu þar sem fólk klæddist kjólfötum,“ sögðu þær tvær. „Þetta var bara ekkert ógnvekjandi“ Þrjátíu og níu árum eftir The Shining kom út kom framhald myndarinnar í kvikmyndahús árið 2019, myndin Doctor Sleep. Ewan McGrgeor leikur þar Danny þegar hann er orðin fullorðinn og á hann í erfiðleikum með að takast á við hryllinginn sem hann varð vitni að sem ungur drengur.

SHARE