17 ára pilturinn sem sló heimsmet með því að vaka í 11 daga – Það átti eftir að hafa áhrif

Met sem ungur maður sló, þegar hann svaf ekki í 264 klukkustundir, átti eftir að draga dilk á eftir sér um ókomin ár. Randy Gardner, 17 ára, og vinur hans, Bruce McAllister, þurftu að koma með hugmynd að vísindaverkefni í desember 1963. Eftir að hafa velt fyrir sér hugmyndum ákváðu þeir að reyna að slá heimsmetið í því að halda sér vakandi. Met sem maður í Honolulu átti, en hann var vakandi í 260 klukkustundir (10 dagar). Gardner og McAllister vildu einfaldlega komast að því hvað gerist í heilanum þegar við sofum ekki.

McAllister rifjaði upp tímann í viðtali við BBC: „Fyrsta tilraunin var að kanna tengsl á milli svefnleysis og dulrænna upplifanna. Hann hélt áfram: „Við áttuðum okkur á því að við gætum ekki gert það og því ákváðum við kanna áhrif svefnskorts á samhæfingu hreyfinga og fór það að mestu fram á körfuboltavelli“. Þeir köstuðu upp mynt um hver myndi halda sér vakandi og Gardner tapaði. En reynsluleysi þeirra kom fljótt í ljós þegar þeir hófu skipulagsferlið um hvernig ætti að fylgjast með áhrifunum. McAllister bætti við: „Við vorum hálfvitar, þú veist ungir hálfvitar. Ég var vakandi með honum til að fylgjast með honum og eftir þrjár nætur af svefnleysi vaknaði ég sjálfur, standandi við vegg, skrifandi athugasemdir á vegginn sjálfan.“

Þeir áttuðu sig á því að þetta verkefni væri þeim of erfitt svo þau fengu hjálp frá þriðja aðila, Joe Marciano. Stuttu eftir að Marciano kom til liðs við þá fengu þeir einnig hjálp frá svefnfræðing að nafni William Dement frá Stanford háskólanum eftir að hann hafði lesið um rannsóknina í dagblaði í San Diego. „Ég var líklega eina manneskjan á jörðinni á þeim tíma sem hafði í raun gert svefnrannsóknir,“ sagði hann við BBC. Þátttaka hans var foreldrum Gardners mikill léttir. Dement hélt áfram: „Foreldrar Randy höfðu miklar áhyggjur af því að þetta gæti verið eitthvað sem gæti verið mjög skaðlegt fyrir hann. „Vegna þess að spurningunni var enn ósvarað um hvort þú gætir dáið ef þú fengir ekki svefn í ákveðinn tíma.

Rannsóknin fór vel af stað eftir þetta og hópurinn var fullviss um að þeir fengu einhverja niðurstöðu. Hins vegar eftir þrjá daga byrjaði svefnleysið að hafa áhrif á vitræna og skynjunarhæfileika Gardners þar sem hann var að hans sögn, farinn að finna fyrir skapbrestum, einbeitingarvandamálum og skammtímaminnistapi, sem og ofsóknaræði og jafnvel ofskynjunum.

Dement bætti við: „Hann var líkamlega mjög vel á sig kominn. Þannig að við gátum alltaf haldið honum gangandi með því að spila körfubolta eða fara í keilu og svoleiðis. Ef hann hefði lokað augunum hefði hann sofnað strax.“ Heilaskannanir leiddu síðar í ljós að heili Gardner hafði verið að „blunda“ allan tímann, sem þýddi að hluti heilans var sofandi á meðan aðrir hlutar hans voru vakandi. Þrátt fyrir erfiðleikana tókst honum að setja heimsmet 8. janúar 1964 þar sem hann náði að halda sér vakandi í 264 klukkustundir (11 dagar).

Gardner var síðan fluttur á sjúkrahús sjóhersins þar sem hann svaf í 14 klukkustundir. Í samtali við NPR sagði hann: „Ég svaf í rúmlega 14 klukkustundir. Ég man að þegar ég vaknaði, þá var ég pirraður, en það var ekkert meira bara venjulegur pirringur.“ Upphaflega fann Gardner ekki fyrir neinum sérstökum áhrifum af rannsókninni, en hann viðurkenndi þó að hann þjáðist af óbærilegu svefnleysi. Hann sagði: „Það var hræðilegt að vera í kringum mig. Allt kom mér í uppnám.“ Gardner þjáist ekki lengur af svefnleysi en sagðist oftast ekki sofa meira en 6 tíma á nóttu. „Þú verður að sofa,“ sagði hann. „Það eru þessi stóru þrjú atriði. Vatn, matur, svefn – þú verður að fá þau, ÖLL“

Hins vegar, síðan Gardner setti metið árið 1964, hefur það nú verið slegið. Tony Wright sló það með því að vera vakandi í 266 klukkustundir (11 dagar og tvær klukkustundir) árið 2007. Hann notaði vefmyndavél og CCTV til að fylgjast með gangi mála og tókst að forðast svefn með því að drekka te, spila billiard og skrifa í dagbók. Wright sagði við BBC að þessir hlutir hjálpaði honum að halda sér starfhæfum og gerði honum kleift að stjórna hvaða hlið heilans væri í notkun. Hann sagði: „Mér líður nokkuð vel, þetta hefur verið svolítið vesen, en mér tókst þetta „Það gerir þetta miklu auðveldara að geta skipt frá annarri hlið heilans sem er orðin mjög þreyttur yfir á hina hlið hans. “En báðir partarnir eru frekar þreyttir í augnablikinu.”

SHARE