Bjórsérfræðingur frá Pilsner Urqell hélt fyrirlestur og partý á Íslandi – Myndir

Kamil Ruzek sótti Ísland heim, en hann hefur unnið sem bjórsérfræðingur og bruggmeistari hjá Pilsner Urquell um áratugabil og er eins og bjórinn sjálfur, tékkneskur.

Hann hélt skemmtilegan fyrirlestur um bjórinn, sem ku vera fyrsti gyllti bjórinn sem bruggaður hefur verið, en um það er þó deilt í bjórheiminum.

Það var Mekka sem flytur inn bjórinn sem flutti kappann heim á klakann til að kynna bjórinn fyrir áhugasömum barþjónum og öðrum bjóráhugamönnum og konum á efri hæð og í koníaksstofu Kaffi Reykjavík.

Efsta myndin er af Friðbirni vörumerkjastóra  hjá Mekka og svo bruggmeistaranum sjálfum Kamil Ruzek.

Hér má sjá myndir af fólkinu sem mætti.

pilsner-32

pilsner-35

pilsner-16

pilsner-14

pilsner-3

pilsner-18

pilsner-20

pilsner-36

_MG_6537

pilsner-13

pilsner-23

pilsner-10

IMG_6484

SHARE